Tattoo

 
Ég er ekki viss um að rithöfundar hafi yfirleitt einhver tattoo.
 
Kannski eru þeir með andlitsmynd af Hemingway á öxlinni eða titilinn á uppáhald skáldsögunni á handleggnum.
 
Ég hef ekkert tattoo sjálf, ég hef hvorki né áhuga á að fá mér slíkt. Samt tel ég mig vera áhugamanneskju um allt sem tengist list og tattoo er mikil list. Maður þarf að vera ansi hugrakkur og sjálfsöruggur til að vera líkamsblekari.
 
Ég hef verið beðin að hanna tattoo þar sem ég get þokkalega valdið svörtum penna og get gert með honum margskonar óskiljanleg skrímsli og abstrakt hluti. Ég hef ekkert á móti slíku og þætti það í raun heiður að hanna eitthvað sem einhver vildi svo setja á líkamann sinn á þann hátt að nema með mikilli fyrirhöfn er það þar að eilífu eins og ör á enninu sem maður fékk fyrir að hlaupa of hratt á milli fjörusteina. Ör sem minnir mann á þegar maður var sú manneskja sem þorði slíku.
 
Ekki eru allir jafn hugrakkir samt. Maður sem bað mig að hanna á sig tattoo hefur stóran lista af tattoo-um sem hann hefur hugsað sér að láta þekja líkama sinn með eftir að hann er látinn.
 
Hann hefur líklegast ekki þorað að hoppa á milli fjörusteina sem barn. 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband