Sushi


Það er flókið að hafa það markmið að verða rithöfundur þegar maður er ekki alveg fæddur í það.
 
Það er svolítið eins og dvergur í körfubolta eða blindur leiðsögumaður.
 
Mér finnst að maður verði að hafa visst magn að af snobbi í sér til að vera rithöfundur. Ég hef eitt og annað sem er mér í hag. Ég borða sushi til dæmis. Það er svolítið snobbað. Maður verður að hafa svolítið af geðveiki sem ég hef meira en nóg af. Sjá mikið úr litlu og hugsa of mikið. Það hefur aldrei verið vandamál hjá mér þó svo að gæði þessara hugsana séu ekki endilega mikil litið á ljóðrænan máta eða að það sé efni í stórmerkilegar bókmenntir.
 
Ég hugsa samt ekki mikið þegar ég borða sushi. Þegar ég ætti að vera að treyna þessa einu af örfáu  snobbstundum sem ég upplifi þá er stundin liðin áður en ég átta mig á að lifa mig inní hana og reyna að fá innblástur fyrir einhverju skemmtilegu og vægt snobbuðu til að skrifa um. 
Ég sé ekki einu sinni fólkið í kringum mig sem er að borða. Man ekki hversu margir voru og hvernig þau voru klædd.
 
Ég er aldrei klædd í snobb. Síðast þegar ég fékk mér sushi var ekkert öðruvísi. Var bara í grænu úlpunni minni og  gallabuxum. Ástæðan fyrir að þetta skipti stendur aðeins uppúr og að ég man hvernig ég var klædd er af því að það var rice crispies ofan á sushiinu mínu. Ég hef aldrei heyrt um svoleiðis áður svo það kom í veg fyrir að ég gleypti það í mig á broti úr sekúndu.
 
Ég er of íhaldsöm og óævintýragjörn til að þora að borða sushi með rice crispies og skóf þau af eins og lítið barn sem vill ekki sveppina á pítsunni sinni.
 
Ég vona að ég hafi ekki móðgað sushigerðarmanninn sem sér að það eina sem eftir er á disknum voru 7 korn af rice crispies. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband