Nokkra mínútna sumar


Sólin skín á mig ţar sem ég sit í sjónvarpsstólnum. Hún hefur hćgt og sígandi nálgast ţennan stađ á himninum, eins og hún hafi veriđ ađ leita ađ mér allan daginn. Nú ţegar hún hefur fundiđ mig fyllir hún mig sumri. Ég finn fyrir stćkkandi sumargleđi í huganum í hvert sinn sem ég dreg andann, mettađan gullnum blć sólarinnar.
 
Klukkan er núna sautján ţrjátíu og sex og ţađ fer ađ kvölda. Sólin er nćstum farin framhjá, sátt eftir dagsverkiđ og himinlifandi yfir ađ hafa náđ ađ sjá mig ţó ekki vćri nema part úr degi.
 
Ţví ekki er eins og ég sé ađ fara og finna hana sjálf. Úti er ennţá kalt, snjór, klaki. 
En ţegar sólin finnur mig hérna ţar sem ég sit er eins og ţađ sé sumar örlitla stund á hverjum degi.
 
Ţađ er sorgarstund ţegar ţađ dregur fyrir sólu og mér líđur eins og ţađ hafi snögglega haustađ aftur og veturinn ţyrmir yfir mig.
 
En ég get iljađ mér ennţá viđ tilhugsunina um ţađ ađ á morgun á svipuđum tíma mun sumariđ koma á ný.

Kannski baka ég. 
 
 

Tattoo

 
Ég er ekki viss um ađ rithöfundar hafi yfirleitt einhver tattoo.
 
Kannski eru ţeir međ andlitsmynd af Hemingway á öxlinni eđa titilinn á uppáhald skáldsögunni á handleggnum.
 
Ég hef ekkert tattoo sjálf, ég hef hvorki né áhuga á ađ fá mér slíkt. Samt tel ég mig vera áhugamanneskju um allt sem tengist list og tattoo er mikil list. Mađur ţarf ađ vera ansi hugrakkur og sjálfsöruggur til ađ vera líkamsblekari.
 
Ég hef veriđ beđin ađ hanna tattoo ţar sem ég get ţokkalega valdiđ svörtum penna og get gert međ honum margskonar óskiljanleg skrímsli og abstrakt hluti. Ég hef ekkert á móti slíku og ţćtti ţađ í raun heiđur ađ hanna eitthvađ sem einhver vildi svo setja á líkamann sinn á ţann hátt ađ nema međ mikilli fyrirhöfn er ţađ ţar ađ eilífu eins og ör á enninu sem mađur fékk fyrir ađ hlaupa of hratt á milli fjörusteina. Ör sem minnir mann á ţegar mađur var sú manneskja sem ţorđi slíku.
 
Ekki eru allir jafn hugrakkir samt. Mađur sem bađ mig ađ hanna á sig tattoo hefur stóran lista af tattoo-um sem hann hefur hugsađ sér ađ láta ţekja líkama sinn međ eftir ađ hann er látinn.
 
Hann hefur líklegast ekki ţorađ ađ hoppa á milli fjörusteina sem barn. 
 
 

Bloggfćrslur 7. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband